Dásamlegur næturgrautur með kollageni

Hér fyrir neðan er einföld uppskrift af næturgrauti sem samanstendur af einföldum grunni. Þessi er algjör næringarbomba!
Svo getur þú bætt við öllu sem þú girnist, svo sem hnetusmjöri, kókosflögum, ávöxtum, berjum, hnetum, fræjum, kollageni, próteini og fleira!
Þessi grunnur gefur einn skammt, en það er samt ekkert mál að stækka hann og eiga þá til graut út vikuna!
Hentar vel sem morgunmatur, hádegismatur eða millimál.
.
.
.
Nætur grautur chia kollagen overnight oats hafrar
.
.
.
Grunnur:
  • 2 teskeiðar hreint Wellness Lab kollagen (líka hægt að nota vanillu og kakó kollagen)
  • 1 dl hafrar 
  • 1dl mjólk af eigin vali (ég nota oftast möndlumjólk)
  • 1/2 dl grísk jógúrt (eða önnur sem þér líkar)
  • 1 matskeið chia fræ
  • 1 matskeið agave síróp eða hunang
Settu öll hráefnin saman í krukku og hrærðu þau sama. Gott að nota rúmgóða krukku svo það verði auðvelt að hræra í henni. Settu svo inní ískáp yfir nótt, eða a.m.k. tvær klukkustundir.
Þegar þú borðar grautinn geturu bætt við ferskum ávöxtum, hnetusmjöri, súkkulaðispónum eða bara hverju sem hugurinn girnist!
.
.
Hér eru tillögur að bæta útí:
.
Epli og kanill:
  • 1 niðurskorið epli
  • 1/2 tsk kanill
  • muldar pekan hnetur eftir smekk
Hindber og hnetusmjör
  • 1 matskeið frosin hindber eða 1/2 banani
  • 1 matskeið hnetusmjör
Leiktu þér með þennan grunn og finndu þitt uppáhald 🍌🥝🍓🥜🍯